Heilsa og þjálfun
-
Heilsa og fitness
Er heilbrigði og fitness sami hluturinn? Margir halda að heilsa og fitness sé sami hluturinn, en getur manneskja verið heilbrigð án þess að vera í sérstaklega góðu formi? Já það er hægt. Heilbrigði og líkamlegt form er nefnilega ekki eini og sami hluturinn. Samkvæmt skilgreiningu WHO er heilbrigði samspil líkamlegrar- og andlegrarheilsu ásamt félagslegri líðan. Fitness eða líkamlegt form er hinsvegar skilgreint sem hæfni til líkamlegra afkasta. Afkasta sem krefjast getu á borð við styrk, liðleika og þol. Hugtakið heilsa er mun víðtækara og flóknara en fitness. Fitness er aðeins einn af þáttunum til líkamlegrar heilsu. Heimild: https://opt.net.au/
-
Er endurheimt jafn mikilvæg og æfing?
Já tvímælalaust! Þegar kemur að heilbrigðum lífstíl eru hvíldardagarnir jafn mikilvægir og dagarnir sem þú tekur á því í ræktinni. Að byggja upp styrk gengur ekki aðeins út á að lyfta þungum lóðum né gengur gott form út á fjölda æfingadaga. Hvernig þú æfir og hvernig þú hugsar um þig á milli æfinga skiptir ekki síður máli. Endurheimt og hvíld eru lykilatriði til árangurs. Endurheimt þarf að eiga sér stað svo bæting geti átt sér stað, þetta á við hvort sem um er að ræða hlaup eða kraftlyftingar. Gott æfingaplan inniheldur einnig áætlun um endurheimt. Hér eru nokkrar hugmyndir til að hjálpa þér við að ná góðri endurheimt. Teygjur Teygjur…
-
Fimm algengar afsakanir….
Oft á tíðum truflar hið daglega líf okkar annars ágætu æfingaáætlanir. Áður en við vitum af höfum við sleppt úr æfingu, svo annari og koll af kolli. Áður en við vitum af höfum við leyft misgóðum afsökunum að taka yfir líf okkar og heilsu. Hér má líta á nokkrar algengar afsakanir. Það er of mikið að gera. Ef þér þykir vænt um þig þá finnur þú þér tíma. Ég er of þreytt/ur. Reyndar þá gefur líkamsrækt þér aukna orku, á meðan æfingu stendur framleiðir líkami þinn hormónið endorfín sem veitir þér vellíðunar tilfinningu. Mér leiðist að æfa ein/n. Í alvörinni…. finndu þér þá æfingafélaga. Mér finnst líkamsrækt leiðinleg. Hristu upp…