Gleði

  • Gleði,  Nýtt

    Brandarar

    Ég hef borðað nautakjöt alla mína ævi og er þess vegna sterkur eins og naut. Skrítið ég hef alltaf borðað fisk og kann ekki enn að synda. ______________________________________________________________________________ Læknirinn: Er hóstinn orðinn betri? Sjúklingurinn: Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt ______________________________________________________________________________ Þjónn það er fluga í súpunni minni! Það gera 300 kr. fyrir auka prótein!

  • Gleði,  Nýtt

    Nokkrir stuttir

    Um 700 kg af hári var stolið af hárkolluverkstæði í gær. Lögreglan er nú að kemba svæðið. Ég reyndi einu sinni að baka afmælistertu….. en kertin bráðnuðu alltaf í ofninum. Hvað hefur átta fætur, tvo handleggi, þrjá hausa og tvo vængi? Maður á hestbaki sem heldur á hænu. Hvað nefnist afkvæmi broddgaltar og slöngu? Gaddavír! Hvað nefnist afkvæmi gíraffa og kindar? Lopapeysa með rúllukraga!

  • Gleði,  Nýtt

    Nokkrir 5 aura

    Maður fór til læknis og sagðist eiga við vandamál að stríða. „Nú, hvert er vandamálið?“, spurði læknirinn. „Jú, sjáðu til ég þarf alltaf að kúka kl 9 á morgnana“, sagði maðurinn. „Er það eitthvað vandamál?“, spurði læknirinn. „Já“, sagði maðurinn. „Ég vakna aldrei fyrr en klukkan 10……“ Einu sinni voru tvö epli að ganga yfir brú þegar annað þeirra rúllaði út í ána. „Hjálp, hjálp“, kallaði eplið í ánni. Þá sagði hitt eplið. „Bíddu aðeins, ég þarf að skera mig í báta“ Sjúklingur: „Læknir, læknir ég sé tvöfalt.“ Læknirinn: „Róaðu þig aðeins og sestu í sófann þarna.“ Sjúklingur: „Hvorn þeirra?“