Gleði,  Nýtt

Nokkrir 5 aura

Maður fór til læknis og sagðist eiga við vandamál að stríða.
„Nú, hvert er vandamálið?“, spurði læknirinn.
„Jú, sjáðu til ég þarf alltaf að kúka kl 9 á morgnana“, sagði maðurinn.
„Er það eitthvað vandamál?“, spurði læknirinn.
„Já“, sagði maðurinn. „Ég vakna aldrei fyrr en klukkan 10……“

Einu sinni voru tvö epli að ganga yfir brú þegar annað þeirra rúllaði út í ána.
„Hjálp, hjálp“, kallaði eplið í ánni.
Þá sagði hitt eplið.
„Bíddu aðeins, ég þarf að skera mig í báta“

Sjúklingur: „Læknir, læknir ég sé tvöfalt.“
Læknirinn: „Róaðu þig aðeins og sestu í sófann þarna.“
Sjúklingur: „Hvorn þeirra?“