Matur og næring,  Nýtt

Ljúffengir rabarbara drykkir

Þær eru ófáar nytjajurtirnar sem vaxa á víð og dreif um landið okkar fagra. Ein þessara jurta er rabarbarinn en hann má víða finna í gömlum görðum. Rabarbarinn kom til Íslands fyrir um 130 árum en upphaflega kemur hann frá Asíu. Nánartiltekið suðurhluta Síberíu. Talið er að rabarbarinn hafi komið frá Síberíu til Englands um 1573 og borist síðar til Frakklands. Um 1700 nemur rabarbarinn land í Danmörku, 1840 í Noregi og 1883 á Íslandi. Hægt er að nýta alla hluta rabarbarans. Rót hans hefur verið notuð sem lækningajurt. En þurrkuð rabarbararót þótti á árum áður fyrirtaks hægðarlyf til úthreinsunnar. Hvítan eða neðsti hluti stilksins var gjarnan soðinn niður á haustinn hérlendis og neytt um jólahátíðina með rjóma. Stilkurinn er alla jafna vinsælasti hluti rabarbarans en úr honum er einmitt hægt að útbúa dýrindis sumardrykki.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að finna á YouTube.

Rabarbara límónaði frá Wyse Guide

Rabarbara mojito frá Everyday Gourmet With Blakely

Rabarbara Collins frá ModernWifestyle