Manstu eftir Spaugstofunni?
Gamla góða Spaugstofan er án nokkurs vafa einhver vinsælasti sjónvarpsþáttur í íslenskri dagskrárgerð. Það var í kringum 1989 sem Spaugstofan birtist landsmönnum og varð fljótt að föstum lið landsmanna að setjast niður við skjáinn og fylgjast með þeirri skemmtilegu ádeilu á málefni líðandi stundar sem gerði Spaugstofuna einstaka. Hún blandaði saman ádeilu og skemmtun með því að taka fyrir fréttir líðandi stundar og poppa þær upp með húmor og skopskælingu sem oftar en ekki fékk landann til að brosa.
Spaugstofan var þó ekki óumdeild og ætlaði t.d. hálfur landinn á hliðina þegar texta þjóðsöngsins var breytt í þættinum. Sumir vilja meina að sumt efni þáttana hafi ekki staðist tímans tönn en það breytir því ekki að Spaugstofan sýnir hvernig tíðarandinn var á sínum tíma og er þannig mikilvæg heimild fyrir íslenskt samfélag. Arfleið Spaugstofunnar í íslenskum fjölmiðlum er óumdeild.
Hér skulum við kíkja á nokkur atriði úr Spaugstofunni sem finna má inni á youtube.
Góða skemmtun :o)
Vetrarófærðin
Meðferð íslenska fánans
Maður vikunnar
Eldur hjá slökkviliðinu
Númi
Spaugstofuna má einnig nálgast á spilara rúv


