Þrír heitustu hártísku áhrifavaldarnir í dag
Í heimi fegurðar og hártísku hafa áhrifavaldar sífellt meiri áhrif á það hvernig fólk hugsar um hár sitt og útlit, allt frá litabreytingum heima í eldhúsi til lúxus hárvörumerkja og „red-carpet“ hárgreiðslna. Hér á eftir skoðum við þrjá áhrifavalda sem hafa skapað sér ólíkar en afar sterkar stöður innan hártískunnar. Þetta eru þau Brad Mondo sem sameinar fræðandi „reaction“ myndbönd og stofnandi XMONDO, Negin Mirsalehi sem byggði upp Gisou, hunangs-innblásna lúxusvörumerkið og Jen Atkin, stílistann sem varð vörumerkjaframleiðandi með OUAI. Lítum aðeins nánar á það sem þau eru að gera.
Brad Mondo

Brad Mondo náði fyrst virku flugi á YouTube og Instagram með stuttum, hráum „reaction“ myndböndum þar sem hann greinir hárbreytingar, leiðréttingar og stórar litaskipti. Hann er með mjög persónulegan stíl og grínið ásamt hreinskilninni hjálpa honum að ná til ungs og fjölbreytts áhorfendahóps, en fagþekkingin og reynslan koma í veg fyrir að efnið verði yfirborðskennt. Brad hefur svo farið skrefinu lengra með að stofna XMONDO Hair, eigin vöru- og litalínu sem leggur áherslu á gæði og faglega nálgun.
Hvað getum við lært af Brad Mondo?
- Fræðandi stíll sem selur: „Reaction“ myndböndin hans kenna og skemmta á sama tíma sem er frábært form fyrir vefsíðu sem vill bæði fræða og halda lesendum.
- Vörumiðuð nálgun: Markaðssetning XMONDO sýnir hvernig áhrifavaldur getur umbreytt fylgi í vörusölu. Sem dæmi þá er mjög fróðlegt að skoða hvernig hann hann byggir upp traust áður en hann kynnir nýja vöru.
Negin Mirsalehi

Negin Mirsalehi er dæmi um áhrifavald sem varð frumkvöðull. Hún notaði þekkingu sína og persónu til að stofna Gisou, hárvörumerki sem byggir á hunangi og arfleifð fjölskyldu hennar í býrrækt. Myndir hennar, stíll og vöruval skapa sterka „aspirational“ tilfinningu sem dregur að sér bæði fylgjendur og kaupendur. Gisou leggur áherslu á hágæða innihaldsefni og storytelling, það að vara byggi á „sex kynslóða hefð“ er sterkt sölutrix í fegurðariðnaðinum.
Hvað getum við lært af Negin?
- Brand storytelling: Negin sýnir hvernig saga getur gefið vörum dýpt.
- Cross-selling: Gisou sýnir hvernig þú getur fyrst byggt fylgi sem áhrifavaldur og svo boðið vörur sem fylgja stílnum þínum, hugmyndir sem geta virkað vel í bæði netverslun eða affiliate-samstarfi.
Jen Atkin

Jen Atkin er eitt stærsta nafnið í Hollywood-hárbransanum. Hún hefur séð um hárið hjá ófáum stjörnunum og má þar t.d. nefna Kardashian systur, Chrissy Teigen og Jennifer Lopez. Jen Atkin byggði upp sitt eigið vörumerki OUAI sem miðar á „effortless“ og fagmannlega útlit. Jen sameinar faglega reynslu á rauða dreglinum við hæfileikann til að búa til vörur sem hrífa almenninginn. Með því að sýna á bak við tjöldin og hvernig stíll er byggður upp, nær hún bæði að höfða til fagfólks og almennings.
Hvað getum við lært af Jen?
- „From salon to shopper“ nálgun: Jen sýnir hvernig reynsla frá stjörnum getur umbreyst í almenna vöru sem tekur mið af daglegri notkun.
- Bak við tjöldin: Með því að sýna „Behind the scenes“ efni (myndbönd, myndaseríur, stuttar frásagnir) nær Jen að byggja upp traust og hvetja áhorfendur til fylgis.


