
Hvernig er samskiptafærni þín?
Samtalið er kjarninn í samskiptafærni hvers og eins. Í gegnum samtalið fara bæði skilaboðin sem við sendum frá okkur og þau sem við móttökum. Í þessum Ted fyrirlestri fer Celeste Headlee yfir 10 atriði sem geta aukið samskiptafærni okkar. Celeste hefur starfað sem þáttastjórnandi í útvarpi í áratugi. Til þess að skapa gott samtal notar hún hráefnin heiðarleika, samkvæmni, skýrleika og síðast en ekki síst hlustun. Já hlustun er mikilvæg í samskiptafærninni.
Gefðu sjálfri/sjálfum þér 12 mínútur til að hlusta á Celeste, það er þess virði.
„Go out, talk to people, listen to people and most importantly be prepared to be amazed.“
– Celeste Headlee –

