person s hands
Lífið,  Nýtt

Viskukorn

Lífið er fult af lærdóm og lærdómurinn mikilvægt skref í átt að þroska. Fólkið í kringum okkur og venjur okkar hafa mikil áhrif á hvernig við þroskumst í lífinu. Við ein stjórnum okkar eigin venjum, þær geta byggt okkur upp eða brotið okkur niður. Veljum okkur venjur í þá átt sem við viljum þroskast. Þetta getum við gert t.d. með því að fóðra huga okkar af góðu efni. Hugur okkar endurspeglar það sem við setjum ofan í hann, lesum vandað efni umfram klikkbeitur samfélagsmiðlana.

Vandaðu valið þegar kemur að því að velja fólkið í kringum þig. Þinn innsti hringur á að vera drauma liðið þitt. Ef þú velur í kringum þig jákvætt og drífandi fólk þá mun það styðja við drauma þína og langanir. En mundu ávallt að öll sambönd eru tvíhliða, þau krefjast samvinnu. Vertu til staðar fyrir vini þína.

Horfðu fram þinn eigin veg, ekki vera eyða tíma þínum í að bera þinn veg við þúfnagang annarra. Við eyðum mestum tíma í okkar eigin huga, verum okkur jákvæður og skemmtilegur félagsskapur.

Traust byggist á hegðun. Allt sem fólk getur vænst af þér er það sem það hefur kynnst af þér, ekki því sem þú segir ef verkin fylgja ekki með. Stattu við það sem þú lofar.

Við eigum aðeins einn líkama og sitjum uppi með hann alla ævi. Hugsaðu vel um heilsuna, bæði líkamlega sem og þá andlegu. Andleg og líkamleg heilsa haldast ávallt í hendur. Ef þú tekur of mikið út út heilsubankanum þegar þú ertu ung/ur þá áttu minni inneign á efri árum.

Sýndu fólki áhuga, leyfðu þeim að tjá sig og gefðu þeim tíma. Tími er það dýrmætasta sem við getum gefið fólki. Að vera hóvær og orðvar/vör fleytir þér ávallt lengra en stöðugt gjamm um hvað þú ert klár og hefur áorkað miklu.

Lífið er gjöf og það eru forréttindi að fá að eldast. Það er á okkar ábyrgð hvernig við tökumst á við lífið og hvort við lifum því lifandi. Verum dugleg að spyrja spurninga á borð við afhverju, verum við opinn huga og tökum á móti nýrri þekkingu. Lifum, hlæjum, elskum og njótum.