Heilsa og þjálfun,  Nýtt

Er endurheimt jafn mikilvæg og æfing?

Já tvímælalaust! Þegar kemur að heilbrigðum lífstíl eru hvíldardagarnir jafn mikilvægir og dagarnir sem þú tekur á því í ræktinni. Að byggja upp styrk gengur ekki aðeins út á að lyfta þungum lóðum né gengur gott form út á fjölda æfingadaga. Hvernig þú æfir og hvernig þú hugsar um þig á milli æfinga skiptir ekki síður máli. Endurheimt og hvíld eru lykilatriði til árangurs. Endurheimt þarf að eiga sér stað svo bæting geti átt sér stað, þetta á við hvort sem um er að ræða hlaup eða kraftlyftingar.

Gott æfingaplan inniheldur einnig áætlun um endurheimt. Hér eru nokkrar hugmyndir til að hjálpa þér við að ná góðri endurheimt.

Teygjur

Teygjur eru mikilvægar til að losa um spennu í vöðvum, þær minnka einnig hættu á sárum harðsperrum.

Svefn

Góður svefn er gulli betri. Svefninn er ekki aðeins leið til að slaka á heldur mikilvægur tími fyrir líkaman til að endurbyggja sig.

Rúlla (foam flex)

Með því að rúlla eftir æfingar getur þú losað um vöðva og vöðvafell (e. self-myofascial release) og þannig flýtt fyrir endurheimt.

Næring

Næringin er eldsneyti líkamans. Borðaðu hreina fæðu og forðastu sykur. Góð næring hjálpar líkamanum að ná betri endurheimt.

Vatn

Vatnsdrykkja hjálpar til við hreinsun líkamans, góð vökvun flýtir endurheimt.

Mundu að njóta bæði æfingar og endurheimtar!