Fimm algengar afsakanir….
Oft á tíðum truflar hið daglega líf okkar annars ágætu æfingaáætlanir. Áður en við vitum af höfum við sleppt úr æfingu, svo annari og koll af kolli. Áður en við vitum af höfum við leyft misgóðum afsökunum að taka yfir líf okkar og heilsu.
Hér má líta á nokkrar algengar afsakanir.
- Það er of mikið að gera.
- Ef þér þykir vænt um þig þá finnur þú þér tíma.
- Ég er of þreytt/ur.
- Reyndar þá gefur líkamsrækt þér aukna orku, á meðan æfingu stendur framleiðir líkami þinn hormónið endorfín sem veitir þér vellíðunar tilfinningu.
- Mér leiðist að æfa ein/n.
- Í alvörinni…. finndu þér þá æfingafélaga.
- Mér finnst líkamsrækt leiðinleg.
- Hristu upp í rútínunni, breyttu til og veldu þær æfingar sem þér þykja skemmtilegar.
- Ég þarf að hugsa um börnin.
- Ekki nota börnin þín sem afsökun, æfingaleysi þitt hefur ekkert með þau að gera! Leyfðu þeim að taka þátt í æfingunum með þér, farið saman út að ganga, synda o.s.frv. Gerið æfingarnar að gæðastundum.