
Hártískan haust/vetur 2022/2023
Eitt heitasta hártrendið þessa dagana eru lág tögl skreytt með borðum og fylgihlutum. Við kíktum á Instagram hárstílistana @justinemarjan og @viola_pyak fyrir smá innblástur fyrir veturinn. Hægt er að aðlaga taglið að hinum ýmsum tækifærum með allskonar fylgihlutum. Borðar, slæður, leðurreimar, perlur og demantar bæta heilmiklu við loka útlitið.

