
Heilsa og fitness
Er heilbrigði og fitness sami hluturinn?
Margir halda að heilsa og fitness sé sami hluturinn, en getur manneskja verið heilbrigð án þess að vera í sérstaklega góðu formi? Já það er hægt. Heilbrigði og líkamlegt form er nefnilega ekki eini og sami hluturinn. Samkvæmt skilgreiningu WHO er heilbrigði samspil líkamlegrar- og andlegrarheilsu ásamt félagslegri líðan. Fitness eða líkamlegt form er hinsvegar skilgreint sem hæfni til líkamlegra afkasta. Afkasta sem krefjast getu á borð við styrk, liðleika og þol.
Hugtakið heilsa er mun víðtækara og flóknara en fitness. Fitness er aðeins einn af þáttunum til líkamlegrar heilsu.

Heimild: https://opt.net.au/

