
Nokkrir stuttir
Um 700 kg af hári var stolið af hárkolluverkstæði í gær. Lögreglan er nú að kemba svæðið.
Ég reyndi einu sinni að baka afmælistertu….. en kertin bráðnuðu alltaf í ofninum.
Hvað hefur átta fætur, tvo handleggi, þrjá hausa og tvo vængi? Maður á hestbaki sem heldur á hænu.
Hvað nefnist afkvæmi broddgaltar og slöngu? Gaddavír!
Hvað nefnist afkvæmi gíraffa og kindar? Lopapeysa með rúllukraga!

