
Beikon og brokkolí salat
Fljótlegt og gott!
Hráefni
8-10 beikon sneiðar
2-3 brokkolí hnausar
1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
1/2 brytjaður rauðlaukur
1/2 bolli rauðvíns edik
2 tsk. svartur pipar (malaður)
1 tsk. salt
2/3 bolli sýrður rjómi
1 tsk. ferskur sítrónusafi
Leiðbeiningar
Salat: Steikið beikonið yfir meðalhita þar til sneiðarnar verða stökkar og gómsætar. Látið fituna leka vel af beikoninu og brjótið sneiðarnar niður í smærri bita. Hellið saman í skál, brokkolí, ostinn, laukinn og beikonið.
Salatsósa: Þeytið saman rauðvíns edik, pipar, salt, sýrðan rjóma og sítrónusafa. Hellið því næst sósunni yfir salatið og hrærið saman. Geymið salatið í kæli þar til það verður borið fram. Best er að geyma salatið í skál með loki eða plastfilmu.
Njótið!

