Matur og næring

  • Matur og næring,  Nýtt

    Einföld og næringarík svartbaunasúpa

    Baunir eru mjög hentugar í matagerð. Þær falla vel með í hina ýmsu grænmetisrétti og svo eru þær líka mjög hollar. Í þessari uppskrift notum við svartbaunir (e. black beans) en þær eru bæði trefja- og próteinríkar ásamt því að innihalda einnig steinefni á borð við zink og magnesíum. Setjum baunir á borðið…. Njótið!

  • Matur og næring,  Nýtt

    Ljúffengir rabarbara drykkir

    Þær eru ófáar nytjajurtirnar sem vaxa á víð og dreif um landið okkar fagra. Ein þessara jurta er rabarbarinn en hann má víða finna í gömlum görðum. Rabarbarinn kom til Íslands fyrir um 130 árum en upphaflega kemur hann frá Asíu. Nánartiltekið suðurhluta Síberíu. Talið er að rabarbarinn hafi komið frá Síberíu til Englands um 1573 og borist síðar til Frakklands. Um 1700 nemur rabarbarinn land í Danmörku, 1840 í Noregi og 1883 á Íslandi. Hægt er að nýta alla hluta rabarbarans. Rót hans hefur verið notuð sem lækningajurt. En þurrkuð rabarbararót þótti á árum áður fyrirtaks hægðarlyf til úthreinsunnar. Hvítan eða neðsti hluti stilksins var gjarnan soðinn niður á haustinn…

  • Matur og næring,  Nýtt

    Dásamleg Tómatasúpa

    Hver elskar ekki heimagerða tómatasúpu, svo ég tali nú ekki um úr heimaræktuðum tómötum. Eftirfarandi uppskrift er bæði einföld og þægileg. Hráefni 2 msk. smjör 2 msk. ólivíuolía 1 stór laukur, sneiddur klípa af salti 900 gr. tómatar 2-3 hvítlauksrif, brytjuð 1 msk. ósoðin hrísgrjón klípa af basil eða timjan (eftir smekk) 1 lárviðarlauf 1 msk. garam masala Leiðbeiningar Setjið í pott smjör, ólivíuolíu, lauk og klípu af salti. Hitið þar til suðan fer að koma upp, látið malla þar til laukurinn fer að linast. Munið að hræra í pottinum annað slagið. Þegar laukurinn hefur linast bætið hvítlauksrifjunum út í og látið malla saman í u.þ.b. 2 mínútur. Næst er…

  • Matur og næring,  Nýtt

    Beikon og brokkolí salat

    Fljótlegt og gott! Hráefni 8-10 beikon sneiðar 2-3 brokkolí hnausar 1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur 1/2 brytjaður rauðlaukur 1/2 bolli rauðvíns edik 2 tsk. svartur pipar (malaður) 1 tsk. salt 2/3 bolli sýrður rjómi 1 tsk. ferskur sítrónusafi   Leiðbeiningar Salat: Steikið beikonið yfir meðalhita þar til sneiðarnar verða stökkar og gómsætar. Látið fituna leka vel af beikoninu og brjótið sneiðarnar niður í smærri bita. Hellið saman í skál, brokkolí, ostinn, laukinn og beikonið. Salatsósa: Þeytið saman rauðvíns edik, pipar, salt, sýrðan rjóma og sítrónusafa. Hellið því næst sósunni yfir salatið og hrærið saman. Geymið salatið í kæli þar til það verður borið fram. Best er að geyma salatið í skál…