Öflugar súpur fyrir kalda daga

Hvað er betra á köldum haust- og vetrarkvöldum en að hrjúfra sig í kósýgallanum með heita og matarmikla súpu yfir fréttatímanum, já eða Gísla Marteini. Nokkrir af okkar mögnuðu matgæðingum hafa deilt með okkur á heimasíðum sínum dýrindis súpuuppskriftum en hér verður minnst á nokkrar þeirrar.

Eva Laufey

Matarbloggarinn og fjölmiðlasnillingurinn hún Eva Laufey deilir þessari kröftugu haustsúpu á heimasíðu sinni.

Haustsúpa Evu Laufeyjar

Mynd: evalaufeykjaran.is

Hráefni

1 msk olía
400 g nautahakk
5 sneiðar beikon
2 hvítlauksrif
3 gulrætur
1 rauð paprika
5-6 kartöflur
5-6 sveppir
2 dósir saxaðir tómatar (400 g dósin)
1 líter soð (soðið vatn + tveir nautakraftsteningar, salt og pipar).
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk paprika

Nánari upplýsingar um eldunaraðferð má nálgast hér á heimasíðu Evu Laufeyjar

Albert eldar

Albert Eiríksson, einn okkar allra uppáhalds. Hver fær ekki smá matarskot eftir að hafa kíkt á matarbloggið hans, já eða kíkt í eina af hans mögnuðu matarveislum. Albert heldur úti heimasíðunni alberteldar.is og þar er að finna þessa dýrindis graskerssúpu sem á heldur betur við núna.

Graskessúpa Alberts

Mynd: alberteldar.is

Hráefni

1 stk. grasker (butternut squash)
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ bolli vatn
salt og svartur pipar
¼ tsk. cayenne pipar eða eftir smekk
1-2 msk 18% sýrður rjómi
1-2 msk. ferskt kóríander, saxað

Nánari upplýsingar um eldunaraðferð má nálgast hér á heimasíðu Alberts. En við erum nú ekki alveg tilbúin til að kveðja hann Albert okkar, ekki án þess að minnast fyrst á matarmiklu mexíkósúpuna hans. Ummm namm namm hún er svo góð!

Matarmikil mexíkósúpa

Mynd: alberteldar.is

Hráefni

200 g hakk
4 msk ólífuolía
4 msk Chili sósa
1 msk tómatpurré
½ rauðlaukur
2 stk gulrætur
2 dl skorið spergilkál
1 dl sæt kartafla skorin í tenigna
Salt og pipar
1/3 tsk cayenne eða chili
1-2 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
2 msk rjómaostur
2 dl rjómi.

Nánari upplýsingar varðandi eldunaraðferð má nálgast hér á heimasíðu Alberts.

Hanna Þóra

Matarbloggarinn Hanna Þóra heldur úti heimasíðunni hanna.is en hún er ekki bara matarbloggari heldur svo margt meira. Má þar nefna fallegu leirpottaana hennar, Hönnupottar. Á heimasíðu sinni hanna.is heldur Hanna utan um það sem henni finnst skemmtilegast að gera og mælum við eindregið með því að gefa sér stund til að kíkja við á heimasíðu hennar. En núna ætlum við að kíkja á dýrindis rauðrófu súpuna hennar Hönnu.

Rauðrófusúpa

Mynd: hanna.is

Hráefni

1 msk ólífuolía
1 rauðlaukur – saxaður
1½ tsk cummin
300 -350 g rauðrófur – bakaðar
½ lítri kjúklingasoð eða grænmetissoð
1 dós kókosmjólk
1½-2 msk rifið engifer
½ grænt chili eða örlítið af rauðu currypaste – á hnífsoddi
2 hvítlauksgeirar – pressaðir
Salt og pipar
Limesafi

Nánari upplýsingar varðandi eldunaraðferð má nálgast hér á heimasíðu Hönnu Þóru.