Nýtt

  • woman doing cobra pose
    Heilsa og þjálfun,  Nýtt

    Heilsa og fitness

    Er heilbrigði og fitness sami hluturinn? Margir halda að heilsa og fitness sé sami hluturinn, en getur manneskja verið heilbrigð án þess að vera í sérstaklega góðu formi? Já það er hægt. Heilbrigði og líkamlegt form er nefnilega ekki eini og sami hluturinn. Samkvæmt skilgreiningu WHO er heilbrigði samspil líkamlegrar- og andlegrarheilsu ásamt félagslegri líðan. Fitness eða líkamlegt form er hinsvegar skilgreint sem hæfni til líkamlegra afkasta. Afkasta sem krefjast getu á borð við styrk, liðleika og þol. Hugtakið heilsa er mun víðtækara og flóknara en fitness. Fitness er aðeins einn af þáttunum til líkamlegrar heilsu. Heimild: https://opt.net.au/

  • person s hands
    Lífið,  Nýtt

    Viskukorn

    Lífið er fult af lærdóm og lærdómurinn mikilvægt skref í átt að þroska. Fólkið í kringum okkur og venjur okkar hafa mikil áhrif á hvernig við þroskumst í lífinu. Við ein stjórnum okkar eigin venjum, þær geta byggt okkur upp eða brotið okkur niður. Veljum okkur venjur í þá átt sem við viljum þroskast. Þetta getum við gert t.d. með því að fóðra huga okkar af góðu efni. Hugur okkar endurspeglar það sem við setjum ofan í hann, lesum vandað efni umfram klikkbeitur samfélagsmiðlana. Vandaðu valið þegar kemur að því að velja fólkið í kringum þig. Þinn innsti hringur á að vera drauma liðið þitt. Ef þú velur í kringum…

  • woman in light blue blazer holding her hair
    Fegurð og stíll,  Nýtt

    Hártískan haust/vetur 2022/2023

    Eitt heitasta hártrendið þessa dagana eru lág tögl skreytt með borðum og fylgihlutum. Við kíktum á Instagram hárstílistana @justinemarjan og @viola_pyak fyrir smá innblástur fyrir veturinn. Hægt er að aðlaga taglið að hinum ýmsum tækifærum með allskonar fylgihlutum. Borðar, slæður, leðurreimar, perlur og demantar bæta heilmiklu við loka útlitið.

  • Gleði,  Nýtt

    Brandarar

    Ég hef borðað nautakjöt alla mína ævi og er þess vegna sterkur eins og naut. Skrítið ég hef alltaf borðað fisk og kann ekki enn að synda. ______________________________________________________________________________ Læknirinn: Er hóstinn orðinn betri? Sjúklingurinn: Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt ______________________________________________________________________________ Þjónn það er fluga í súpunni minni! Það gera 300 kr. fyrir auka prótein!

  • Gleði,  Nýtt

    Nokkrir stuttir

    Um 700 kg af hári var stolið af hárkolluverkstæði í gær. Lögreglan er nú að kemba svæðið. Ég reyndi einu sinni að baka afmælistertu….. en kertin bráðnuðu alltaf í ofninum. Hvað hefur átta fætur, tvo handleggi, þrjá hausa og tvo vængi? Maður á hestbaki sem heldur á hænu. Hvað nefnist afkvæmi broddgaltar og slöngu? Gaddavír! Hvað nefnist afkvæmi gíraffa og kindar? Lopapeysa með rúllukraga!

  • Matur og næring,  Nýtt

    Einföld og næringarík svartbaunasúpa

    Baunir eru mjög hentugar í matagerð. Þær falla vel með í hina ýmsu grænmetisrétti og svo eru þær líka mjög hollar. Í þessari uppskrift notum við svartbaunir (e. black beans) en þær eru bæði trefja- og próteinríkar ásamt því að innihalda einnig steinefni á borð við zink og magnesíum. Setjum baunir á borðið…. Njótið!

  • Matur og næring,  Nýtt

    Ljúffengir rabarbara drykkir

    Þær eru ófáar nytjajurtirnar sem vaxa á víð og dreif um landið okkar fagra. Ein þessara jurta er rabarbarinn en hann má víða finna í gömlum görðum. Rabarbarinn kom til Íslands fyrir um 130 árum en upphaflega kemur hann frá Asíu. Nánartiltekið suðurhluta Síberíu. Talið er að rabarbarinn hafi komið frá Síberíu til Englands um 1573 og borist síðar til Frakklands. Um 1700 nemur rabarbarinn land í Danmörku, 1840 í Noregi og 1883 á Íslandi. Hægt er að nýta alla hluta rabarbarans. Rót hans hefur verið notuð sem lækningajurt. En þurrkuð rabarbararót þótti á árum áður fyrirtaks hægðarlyf til úthreinsunnar. Hvítan eða neðsti hluti stilksins var gjarnan soðinn niður á haustinn…

  • Gleði,  Nýtt

    Nokkrir 5 aura

    Maður fór til læknis og sagðist eiga við vandamál að stríða. „Nú, hvert er vandamálið?“, spurði læknirinn. „Jú, sjáðu til ég þarf alltaf að kúka kl 9 á morgnana“, sagði maðurinn. „Er það eitthvað vandamál?“, spurði læknirinn. „Já“, sagði maðurinn. „Ég vakna aldrei fyrr en klukkan 10……“ Einu sinni voru tvö epli að ganga yfir brú þegar annað þeirra rúllaði út í ána. „Hjálp, hjálp“, kallaði eplið í ánni. Þá sagði hitt eplið. „Bíddu aðeins, ég þarf að skera mig í báta“ Sjúklingur: „Læknir, læknir ég sé tvöfalt.“ Læknirinn: „Róaðu þig aðeins og sestu í sófann þarna.“ Sjúklingur: „Hvorn þeirra?“