-
Matardagbók
Frí matardagbók, á ensku
-
Ljúffengir rabarbara drykkir
Þær eru ófáar nytjajurtirnar sem vaxa á víð og dreif um landið okkar fagra. Ein þessara jurta er rabarbarinn en hann má víða finna í gömlum görðum. Rabarbarinn kom til Íslands fyrir um 130 árum en upphaflega kemur hann frá Asíu. Nánartiltekið suðurhluta Síberíu. Talið er að rabarbarinn hafi komið frá Síberíu til Englands um 1573 og borist síðar til Frakklands. Um 1700 nemur rabarbarinn land í Danmörku, 1840 í Noregi og 1883 á Íslandi. Hægt er að nýta alla hluta rabarbarans. Rót hans hefur verið notuð sem lækningajurt. En þurrkuð rabarbararót þótti á árum áður fyrirtaks hægðarlyf til úthreinsunnar. Hvítan eða neðsti hluti stilksins var gjarnan soðinn niður á haustinn…
-
Nokkrir 5 aura
Maður fór til læknis og sagðist eiga við vandamál að stríða. „Nú, hvert er vandamálið?“, spurði læknirinn. „Jú, sjáðu til ég þarf alltaf að kúka kl 9 á morgnana“, sagði maðurinn. „Er það eitthvað vandamál?“, spurði læknirinn. „Já“, sagði maðurinn. „Ég vakna aldrei fyrr en klukkan 10……“ Einu sinni voru tvö epli að ganga yfir brú þegar annað þeirra rúllaði út í ána. „Hjálp, hjálp“, kallaði eplið í ánni. Þá sagði hitt eplið. „Bíddu aðeins, ég þarf að skera mig í báta“ Sjúklingur: „Læknir, læknir ég sé tvöfalt.“ Læknirinn: „Róaðu þig aðeins og sestu í sófann þarna.“ Sjúklingur: „Hvorn þeirra?“
-
Hvernig er samskiptafærni þín?
Samtalið er kjarninn í samskiptafærni hvers og eins. Í gegnum samtalið fara bæði skilaboðin sem við sendum frá okkur og þau sem við móttökum. Í þessum Ted fyrirlestri fer Celeste Headlee yfir 10 atriði sem geta aukið samskiptafærni okkar. Celeste hefur starfað sem þáttastjórnandi í útvarpi í áratugi. Til þess að skapa gott samtal notar hún hráefnin heiðarleika, samkvæmni, skýrleika og síðast en ekki síst hlustun. Já hlustun er mikilvæg í samskiptafærninni. Gefðu sjálfri/sjálfum þér 12 mínútur til að hlusta á Celeste, það er þess virði. „Go out, talk to people, listen to people and most importantly be prepared to be amazed.“ – Celeste Headlee –
-
Hvert er þitt val?
Á hverjum degi stöndum við öll frammi fyrir vali, í hvaða föt eigum við að fara, hvað eigum við að borða í dag, hvað á að gera eftir vinnu o.s.frv. Innihaldsríkt líf gengur út á að taka góðar ákvarðanir. En hvað er góð ákvörðun? Góð ákvörðun er sú ákvörðun sem leiðir okkur í átt til þess lífs sem við óskum okkur, ekki satt? Hér eru nokkrar tilvitnanir frá Keri Russel Lindsey Vonn Martin Freeman Riley Keough og Tony Robbins
-
Dásamleg Tómatasúpa
Hver elskar ekki heimagerða tómatasúpu, svo ég tali nú ekki um úr heimaræktuðum tómötum. Eftirfarandi uppskrift er bæði einföld og þægileg. Hráefni 2 msk. smjör 2 msk. ólivíuolía 1 stór laukur, sneiddur klípa af salti 900 gr. tómatar 2-3 hvítlauksrif, brytjuð 1 msk. ósoðin hrísgrjón klípa af basil eða timjan (eftir smekk) 1 lárviðarlauf 1 msk. garam masala Leiðbeiningar Setjið í pott smjör, ólivíuolíu, lauk og klípu af salti. Hitið þar til suðan fer að koma upp, látið malla þar til laukurinn fer að linast. Munið að hræra í pottinum annað slagið. Þegar laukurinn hefur linast bætið hvítlauksrifjunum út í og látið malla saman í u.þ.b. 2 mínútur. Næst er…
-
Er endurheimt jafn mikilvæg og æfing?
Já tvímælalaust! Þegar kemur að heilbrigðum lífstíl eru hvíldardagarnir jafn mikilvægir og dagarnir sem þú tekur á því í ræktinni. Að byggja upp styrk gengur ekki aðeins út á að lyfta þungum lóðum né gengur gott form út á fjölda æfingadaga. Hvernig þú æfir og hvernig þú hugsar um þig á milli æfinga skiptir ekki síður máli. Endurheimt og hvíld eru lykilatriði til árangurs. Endurheimt þarf að eiga sér stað svo bæting geti átt sér stað, þetta á við hvort sem um er að ræða hlaup eða kraftlyftingar. Gott æfingaplan inniheldur einnig áætlun um endurheimt. Hér eru nokkrar hugmyndir til að hjálpa þér við að ná góðri endurheimt. Teygjur Teygjur…
-
Fimm algengar afsakanir….
Oft á tíðum truflar hið daglega líf okkar annars ágætu æfingaáætlanir. Áður en við vitum af höfum við sleppt úr æfingu, svo annari og koll af kolli. Áður en við vitum af höfum við leyft misgóðum afsökunum að taka yfir líf okkar og heilsu. Hér má líta á nokkrar algengar afsakanir. Það er of mikið að gera. Ef þér þykir vænt um þig þá finnur þú þér tíma. Ég er of þreytt/ur. Reyndar þá gefur líkamsrækt þér aukna orku, á meðan æfingu stendur framleiðir líkami þinn hormónið endorfín sem veitir þér vellíðunar tilfinningu. Mér leiðist að æfa ein/n. Í alvörinni…. finndu þér þá æfingafélaga. Mér finnst líkamsrækt leiðinleg. Hristu upp…
-
Fléttur og aftur fléttur
Fléttur í hárið hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar. Þær eru ekki aðeins þægilegar heldur þá geta þær bæði verið einfaldar og klassískar. Fléttugreiðslur geta verið mjög mismunandi, allt eftir sköpunarstíl viðkomandi. Hér má sjá nokkrar hugmyndir að fléttum í sítt hár frá Roxxsurus
-
Beikon og brokkolí salat
Fljótlegt og gott! Hráefni 8-10 beikon sneiðar 2-3 brokkolí hnausar 1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur 1/2 brytjaður rauðlaukur 1/2 bolli rauðvíns edik 2 tsk. svartur pipar (malaður) 1 tsk. salt 2/3 bolli sýrður rjómi 1 tsk. ferskur sítrónusafi Leiðbeiningar Salat: Steikið beikonið yfir meðalhita þar til sneiðarnar verða stökkar og gómsætar. Látið fituna leka vel af beikoninu og brjótið sneiðarnar niður í smærri bita. Hellið saman í skál, brokkolí, ostinn, laukinn og beikonið. Salatsósa: Þeytið saman rauðvíns edik, pipar, salt, sýrðan rjóma og sítrónusafa. Hellið því næst sósunni yfir salatið og hrærið saman. Geymið salatið í kæli þar til það verður borið fram. Best er að geyma salatið í skál…